top of page
soknaraaetlun-vesturlands-logo.png

SSV Vetrarsýning Laugardag 12 - 15:00 

 Samsýningar

63811e58060888a82094cd1380471108.jpg

25. mars 2023
           Sæt listaverk fæðast

Sigurður Bragason 
Sweet aurora-16.jpg
_DSC5564-Edit.jpg
Sweet-Aurora-Black_Standard-Logo.png
Sweet Aurora-27.jpg

25. mars verður einstakur pop up viðburður í Listahúsi Borgarness þar sem alþjóðlegur hópur listamanna munu sameina krafta sína og skapa saman. Hópurinn samanstendur af bandaríska listmálaranum Michelle Bird,  franska kökumeistaranum Aurore Pelier Cady og fjölskyldunni sem skapar Bonís heiminn þar sem  svissneskt og íslenskt blóð flæðir saman. Tinna Royal sem var útnefnd listamaður Akranesbæjar 2020 mun einnig vera á svæðinu.

327178444_1225139268085105_8952709205928600942_n.jpeg

Á sýningunni verður gjörningur þar sem Michelle Bird og Bonís faðirinn (Sigurður Ó.L. Bragason) munu mála saman málverk undir innblæstri frá girnilegum kökum Sweet Aurora. Gestir munu þar sjá myndlist og gúmelaði blandast saman, þar sem listamennirnir byrja með tóman striga og leyfa innblæstrinum að flæða frá kökunum og yfir á strigann. Tinna verður einnig með gjörning þar sem hún skapar eitt af sínum dísætu skúlptúr listaverkum.

 

Sweet Aurora mun bjóða gestum upp á að smakka kræsingar sem þær framreiða í sæta­brauðsversl­un í Bergstaðastræti 14 í Reykjavík. Meðal þess sem vinsælast er í kökuversluninni er sítrónu marengsterta og makkarónur. Með því frumlegra sem þær framreiða eru reyktar súkkulaði ganache "eldfjalla makkarónur." Kökubúðin er að öllu leyti frönsk og rekin af konum, þar sem köku meistararnir Aurora og Manon galdra fram kræsingar á hverjum degi. Við munum sjá hvað verður á boðstólum á sýningunni.

 

Auk myndlistagjörningsins verða til sýnis álprent af sykursæta heiminum Bonís. Þessi ævintýraheimur sem er skapaður af fjölskyldunni Miriam, Nicole, Felix og Sigurði er blanda af ljósmyndum, leirskúlptúr, teikningum og fundnum hlutum. Fjölskyldan notar einnig þrívíddar forrit til að búa til hlutina í myndunum. Þegar þær eru svo tilbúnar eru þær prentaðar á álplötur og hinar ýmsu vörur. Á veggjum gallerísins verður einnig kökuskúlptúrar að hætti Tinnu Royal. Hún gerir skúlptúrana úr úr frauði, álpappír, pappírsleir og sparsli sem hún málar svo með akrýlmálningu. Þó að verkin hennar séu einstaklega girnileg er bannað að borða skúlptúrana.

 

Sýningin snýst öll um samstarf; gestum og gangandi er því boðið að gera sýninguna enn sætari með nærveru sinni. Við mælum eindregið með því að kíkja á þennan sykursæta viðburð 25. mars í Listahúsinu í Borgarnesi.

DELIVERED TO YOUR DOOR

2021Exhibiting Artists

Listasýning Exhibition Art House Borgarnes
  • Facebook

RSVP

ART HOUSE

List og menning í listasafninu

Vertu með mér á vinnustofunni minni fyrsta laugardaginn í mánaði. Fylgdu litríkum fánum að Listahúsinu.

6 November 2021 

10 til 14 síðdegis

Screenshot 2021-11-07 at 08.16.43.png

RSVP

ART HOUSE

List og menning í listasafninu

Vertu með mér á vinnustofunni minni fyrsta laugardaginn í mánaði. Fylgdu litríkum fánum að Listahúsinu.

  • Facebook
Sýning Borgarnes
Listasýning Exhibition Art House Borgarnes
  • Facebook

ART HOUSE

List og menning í listasafninu

Vertu með mér á vinnustofunni minni fyrsta laugardaginn í mánaði. Fylgdu litríkum fánum að Listahúsinu.

RSVP

4 September 2021 

10 til 14 síðdegis

Sýning Exhibition Borgarnes
bottom of page